Laugardagur til lukku

Þriðja helgin í röð sem er flugfært í hang svo þetta veit vonandi á gott fyrir sumarið! Dagurinn hófst reyndar á Hamranesi þar sem Guðjón og Sverrir frumflugu pólsku svifflugunum sínum og komu þær mjög vel út. Það verður gaman að frumfljúga þeim í brekkunum við fyrsta tækifæri. Eftir hádegi fór svo að bæta í vind og eftir að hafa skotist upp að Kleifarvatni að kanna aðstæður, en þar var veikur vindur, sáum við að vind var farið að hreyfa í Kömbunum.

Það var því ekki annað að gera en að ræsa út mannskapinn og keyra sem leið lá austur. Aðstæður fyrir austan voru ekki alveg þær bestu, vindurinn var að rokka frá 30° og alveg upp í 60° frá brekku svo hangið var misgott í 6-7 m/s. En það stoppaði ekki okkur og náðum við tveim til þremur góðum flugum á haus.

Áhugasamir geta séð fleiri myndir á flugmódelspjallinu.

Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur og er hægt að sjá lista yfir dagsetningar inn á https://frettavefur.net/atburdir/.

Pólsku systurnar
Pólsku systurnar

Gular og glaðar
Gular og glaðar