Dráttarhlíð

Sverrir og Erlingur lögðu land undir fót um kvöldmatarleytið og skelltu sér á Þingvelli, planið var að fljúga í brekku sem var skoðuð í fyrrasumar en hún er við Steingrímsstöð og heitir Dráttarhlíð skv. kortum LMÍ. Tíu sekúndna meðalvindur var í kringum 9 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan tímann. Hangið nær nokkuð langt út… Continue reading Dráttarhlíð

Júlímótið í Draugahlíðum

Á lokametrunum saxaðist eitthvað úr hópnum sem ætlaði á mæta á júlímótið en að lokum vorum það 5 keppendur sem mættu upp í Draugahlíðar, Böðvar, Erlingur, Guðjón, Rafn og Sverrir. Aðstæður voru skrýtnar þegar þeir mættu og reyndar næstu tímana líka en það blés eiginlega á bæði V (sem er nær NV) og N brekkuna.… Continue reading Júlímótið í Draugahlíðum

Bleikisteinshálsinn fagri

Eftir hástartsmótið ákváðu Sverrir og Elli að kíkja upp á Bleikisteinsháls en skv. spá, og veðurmælum, viðraði ágætlega til hangs á honum. Það reyndist vera svo og var vindur um 6 til 8 m/s og mjög skemmtilegt hang. Þeir eyddu því alls um tveim tímum í alls konar hangs og skemmtun og var þetta fínn… Continue reading Bleikisteinshálsinn fagri

Þorlákshöfn könnuð enn betur

Það fór eitthvað lítið fyrir þjóðhátíðarfögnuði BNA manna í Þorlákshöfn í dag þannig að Sverrir og Elli notuðu tækifærið og skoðuðu ströndina á sitt hvorum endanum. Vel flughæft nær Þorlákshöfninni en út við námu eru þetta orðið of sundurskorið, eftir er að skoða þetta aðeins nær golfvellinum austan megin. Tókum svo smá flug við Þorlákshöfnina… Continue reading Þorlákshöfn könnuð enn betur