Mótinu var aflýst 2020 út af Covid-19 og átti að reyna að halda það 2021 en þá var því aftur aflýst. Mótið fer næst fram 2022 í Danmörku en einnig hafa Frakkar boðið í, og fengið, heimsmeistaramótið 2024.
Liðið skipa:
Sverrir Gunnlaugsson – Flugmaður/ Liðsstjóri Sverrir byrjaði í flugmódelum á tíunda áratug síðustu aldar og eignaðist fyrstu sviffluguna rétt fyrir síðust aldamót. Hann tók svo þátt í sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti í módelsvifflugi árið 2000 og eftir það varð ekki aftur snúið. |
Erlingur Erlingsson – Flugmaður Erlingur hefur verið að í mörg ár og er ekki hættur enn! Impulse-2 er hans helsta vopn um þessar mundir en heyrst hefur að hann muni fara meira út í Freestyle á nýju ári. |