Sloping Denmark þriðji dagur

Dagurinn rann upp bjartur og fagur, vöknuðum reyndar aðeins fyrr en við áttum von á við gleðilætin í nágrönnum okkar frá Noregi sem eru hérna í sumarfríi en þeir voru komnir út í brekku fyrir sólarupprás að fljúga. Eftir staðgóðan morgunmat þá var haldið af stað áleiðis út í brekku en þegar þangað var komið… Continue reading Sloping Denmark þriðji dagur

Sloping Denmark annar dagur

Dagurinn var tekinn snemma þar sem búið var að tilkynna að flogið yrði úr Trans brekkunni í dag en það tekur um 80 mínútur að keyra í hana frá Hanstholm og nágrenni þannig að ræsing var um 6 leytið. Og viti menn enn var rigning í Hanstholm þegar á fætur var komið. En við létum… Continue reading Sloping Denmark annar dagur

Sloping Denmark fyrsti dagur

Fyrsti keppnisdagur að baki, frekar blautur en þrátt fyrir það náðist að fljúga eina umferð en annarri umferð var skipt upp í hópa og náðist að fljúga fyrsta hópinn af þremur. Veðurspáin er þurr fyrir næstu tvo daga svo það ætti að nást að fljúga fleiri umferðir þá. Í dag var flogið í Brunbjerg brekkunni… Continue reading Sloping Denmark fyrsti dagur

Humlum

Þurr dagur eftir úrhelli gærdagsins, og síðasti dagur fyrir mót, svo nú skyldi haldið út í brekku að taka nokkrar æfingar. Miðað við vindspá dagsins þá var brekkan í Humlum málið en hún er í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Hanstholm. Þegar við mættum á staðinn var augljóst að fleiri módelmenn væru mættir að nýta sér… Continue reading Humlum

Kystvejen

Fyrsti undirbúningsdagurinn í Danmörku fyrir Sloping Denmark mótið var í dag og eftir smá bíltúr enduðum við á Kystvejen við vesturströnd Jótlands. Þokkalegastu aðstæður til flugs og vindurinn í kringum 10-12 m/s og bætti svo í þegar leið á daginn. Við hittum svo fleiri módelmenn þarna þó þeir væru ekki að fara að keppa á… Continue reading Kystvejen