Fyrsti keppnisdagur að baki, frekar blautur en þrátt fyrir það náðist að fljúga eina umferð en annarri umferð var skipt upp í hópa og náðist að fljúga fyrsta hópinn af þremur. Veðurspáin er þurr fyrir næstu tvo daga svo það ætti að nást að fljúga fleiri umferðir þá.
Í dag var flogið í Brunbjerg brekkunni en þangað komum við síðast í formótinu fyrir heimsmeistaramótið 2016 en þá var frekar lítil yfirferð á rokinu en þurrt. 😉