Merki liðsins

Nú eru rétt um 7 vikur í að heimsmeistaramótið í hangflugi módelsviffluga, F3F, verði sett í Kap Arkona í Rügen, Þýskalandi og undirbúningur er á fullu. Eins og öllum góðum liðum sæmir þá þurfum við merki og nú er komið að frumsýningu á því hér á vefnum okkar. Merkið hannaði Sverrir Gunnlaugsson með endurgjöf frá… Continue reading Merki liðsins

Kambarnir eftir smá hlé

Það er komin rúmur mánuður síðan við flugum síðast í Kömbunum en ekki hefur farið mikið fyrir A-SA áttum síðustu vikur. Við vorum komnir í Kambana seinni part dags, eftir smá krókaleið í gegnum Þrengslin vegna vegaframkvæmda við skíðaskálann í Hveradölum, löngu tímabærar vegabætur sem munu gera aksturinn talsvert þægilegri vonandi næsta árið hið minnsta.… Continue reading Kambarnir eftir smá hlé

Hádegishang

Samkvæmt veðurspá átti að vera þolanleg flugskilyrði á Bleikisteinshálsi í kringum hádegið og þegar það gekk eftir þá var lagt í hann út á svæði og upp brekkuna. Skilyrðin voru þokkaleg, meðalvindur í kringum 6 m/s en sá styrkur gefur ekki mikið hang á norðurhliðinni en engu að síður þarf að standa klár á flugi… Continue reading Hádegishang

Hægviðri á Bleikisteinshálsi

Það voru þokkalegar aðstæður á Bleikisteinshálsi í kvöld, 4 til 5,5 m/s, sól og léttskýjað. Smá kuldi í lofti en bein áhrif sólar drógu verulega úr áhrifum hans svo mönnum varð ekki kalt. Dýrmætar mínútur sem þarna náðust í nokkrum flugum en nú skiptir hver flogin mínúta miklu máli, sérstaklega á nýjum vélum. Hægt er… Continue reading Hægviðri á Bleikisteinshálsi

Hangið í Draugahlíðum

Eftir að hafa fylgst með langtíma veðurspánni lofa góðu í dag voru menn orðnir spenntir! Ekki stóðst spáin alveg 100% en nóg af var norðanstæðum vindi í kortunum. Því var haldið sem leið lá í Draugahlíðarnar þar sem Guðjón og Sverrir tóku góða rispu fram eftir degi við topp aðstæður. Meðalvindur var á bilinu 12-14… Continue reading Hangið í Draugahlíðum