Kambarnir eftir smá hlé

Það er komin rúmur mánuður síðan við flugum síðast í Kömbunum en ekki hefur farið mikið fyrir A-SA áttum síðustu vikur. Við vorum komnir í Kambana seinni part dags, eftir smá krókaleið í gegnum Þrengslin vegna vegaframkvæmda við skíðaskálann í Hveradölum, löngu tímabærar vegabætur sem munu gera aksturinn talsvert þægilegri vonandi næsta árið hið minnsta.

Ekki fór mikið fyrir Kára á köflum en vindurinn fór niður fyrir 4 m/s hluta tímans en var mest í kringum 5 m/s þó hann færi upp í tæpa 8 m/s í smá tíma. Engu að síður dýrmæt reynslu fengin á Respect á þessu hraðasviði og miklu bætt í reynslubankann fyrir komandi átök.

Fengum líka heimsókn frá svifvængjamanni sem var að nýta sér veðrið eins og við. Yfirleitt rekumst við ekki mikið á þá þar sem þeir þoli ekki eins mikinn vind og flugmódelin en það er alltaf gaman að fylgjast öðrum flugáhugamönnum.