Maímótið haldið í Þorlákshöfn

Veðurspáin varð sífellt hagstæðari eftir því sem á leið vikuna svo eftir að hafa tekið veðrið í morgun þá var ákveðið að hittast í Kömbunum kl.10. Þangað mættu 5 galvaskir flugmenn og 3 grjótharðir aðstoðarmenn að taka stöðuna. Vindurinn blés í kringum 30° á brekkuna en veðurmælar sýndu að vindur var beint á sandölduna við… Continue reading Maímótið haldið í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn heimsótt

Sverrir og Elli skelltu sér í smá hangtúr í dag. Þeir byrjuðu í Kömbunum strax eftir hádegi en þrátt fyrir langa bið þá komst ekki mikil hreyfing á vindinn þannig að um miðjan dag fórum þeir að hugsa sér til hreyfings. Þrátt fyrir að vindurinn væri ekki að blása þangað á því augnabliki var ákveðið… Continue reading Þorlákshöfn heimsótt

Frábærar aðstæður á hálsinum

Óhætt að segja að það hafi verið mikið fjör í dag hjá Sverri, Guðjóni og Ella og oft á tímum áttum þeir í erfiðleikum með að beita sér sjálfum upp í vindinn. Í fyrsta fluginu á Respect EVO hjá Sverri var hún lestuð í 4,1 kg en eftir fyrsta flugið var allt sett í og… Continue reading Frábærar aðstæður á hálsinum