Laugardagur til lukku

Þriðja helgin í röð sem er flugfært í hang svo þetta veit vonandi á gott fyrir sumarið! Dagurinn hófst reyndar á Hamranesi þar sem Guðjón og Sverrir frumflugu pólsku svifflugunum sínum og komu þær mjög vel út. Það verður gaman að frumfljúga þeim í brekkunum við fyrsta tækifæri. Eftir hádegi fór svo að bæta í… Continue reading Laugardagur til lukku

Annar sunnudagur sem gefur vel

Annan sunnudaginn í röð fáum við góðan vind á Kambabrún, ASA 9 m/s og 12 m/s í hviðum. Þegar blæs ekki stífar en þetta þá er aðflugið til lendingar eins og best verður á kosið og nánast engin ókyrrð. Áhugasamir geta séð fleiri myndir á flugmódelspjallinu. Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur og er hægt… Continue reading Annar sunnudagur sem gefur vel

Viðraði vel til loftárása

Það viðraði vel til loftárása sunnudaginn 8. apríl og þar sem vindur blés að ASA þá var haldið sem leið lá í Kambana. Vindur upp á 12-15 m/s að meðaltali og upp í 17 m/s í hviðum og flottar hangaðstæður, enda nutu flugmenn og flugmódel sín vel í dag. Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur… Continue reading Viðraði vel til loftárása