Hangmótið mikla

Spáin fyrir helgina var ekki góð svo það var ákveðið að færa mótahaldið yfir á seinni partinn í dag í staðinn þar sem veðurspáin var örlítið skárri og beint upp á Bleikisteinshálsinn um miðjan daginn. Sjö keppendur voru tilbúnir á hliðarlínunni en þegar til kom þá mættu fimm í brekkuna. En rásröðin var sem hér… Continue reading Hangmótið mikla

Hávaðarok í Kömbunum

Það var keyrt inn í hellidembu á Hellisheiðinni en þar sem myndavélinni á Kambabrún leit þokkalega vel út þá höfðu menn ekki of miklar áhyggjur. Þegar við mættum á svæðið voru nokkrir dropar á ferli og vindur í kringum 10 m/s en eftir um hálftíma voru droparnir á bak og burt og byrjað var að… Continue reading Hávaðarok í Kömbunum

Rólegheit í Kömbunum

Sverrir og Guðjón kíktu á Kambana seinni partinn og rétt náðu í skottið á vindi dagsins en hann var farinn að detta niður undir 4 m/s í lokin, þannig að ekki var um mikið skemmtiflug að ræða heldur eingöngu tækniæfingu. Elli missti svo af mesta fjörinu en fékk í staðinn að hitta drengina! 😉 Svo… Continue reading Rólegheit í Kömbunum

Hangið í Helgafellinu

Sverrir og Erlingur skelltu sér seinni partinn í smá hangleiðangur í dag, um hádegisbilið leit út fyrir að Æsustaðafjallið yrði fyrir valinu en þegar þeir komu upp í Skammadal ákváðu þeir að kíkja frekar á Helgafellið. Þegar upp var komið mældist vindurinn 9-12 m/s og svo uppúr í hviðunum. Rykið sem lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu… Continue reading Hangið í Helgafellinu

Flogið í norðurskarðinu

Sverrir og Guðjón skelltu sér á Æsustaðafjallið eftir hádegi í dag en að þessu sinni var flogið í fyrsta skarðið þegar gengið er upp úr Skammadal en það vís á móti norðri. Vindur var að NV, stöðugur í kringum 10-12 m/s en fór alveg upp í 16 m/s í hviðunum. Þrátt fyrir þennan mikla vind… Continue reading Flogið í norðurskarðinu