Hangið í Helgafellinu

Sverrir og Erlingur skelltu sér seinni partinn í smá hangleiðangur í dag, um hádegisbilið leit út fyrir að Æsustaðafjallið yrði fyrir valinu en þegar þeir komu upp í Skammadal ákváðu þeir að kíkja frekar á Helgafellið. Þegar upp var komið mældist vindurinn 9-12 m/s og svo uppúr í hviðunum. Rykið sem lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu í dag sést vel á myndunum.

Undir lokin var vindurinn að verða of norðanstæður og virtist ekkert vera á leiðinni til baka en rétt fyrir þann tímapunkt þá var hann stöðugur í 15+ m/s og svo rétt undir 18 m/s í hviðunum.