Rólegheit í Kömbunum

Sverrir og Guðjón kíktu á Kambana seinni partinn og rétt náðu í skottið á vindi dagsins en hann var farinn að detta niður undir 4 m/s í lokin, þannig að ekki var um mikið skemmtiflug að ræða heldur eingöngu tækniæfingu. Elli missti svo af mesta fjörinu en fékk í staðinn að hitta drengina! 😉

Svo kom þarna einn sem ætlaði að fljúga „speed“ væng en varð frá að hverfa sökum veðurs.