Draugahlíðar norður

Þrátt fyrir að annað mætti ætla af myndunum þá var ekki kalt upp í Draugahlíðum en það var svakaleg yfirferð á logninu, 16-20 m/s og á tímabili upp fyrir það þó ekki væri símælingu í gangi hjá okkur. Það fór ekkert á milli mála þegar að brekkubrún var komið að nú þyrfti að láta hendur… Continue reading Draugahlíðar norður

Síðdegisvaktin

Fjör á morgunvaktinni en viðraði ekki í hangið fyrr en upp úr miðjum degi. Sverrir skellti sér á hálsinn og tók nokkrar góðar rispur, rokkandi vindur en ekki mikið niður fyrir 9 metrana og 12+ þegar mest var. Sverrir er ekki enn búinn að fullkomna að fljúga og taka myndir á sama tíma en þetta er allt… Continue reading Síðdegisvaktin

Ekkert júnímót

Það var fámennt en góðmennt í Draugahlíðunum í morgun þannig að við, Elli, Guðjón og Sverrir ákváðum bara að slá þessu upp í góðan æfingadag. Siggi og Jón bættust svo í hópinn svo það rættist nú aðeins úr fjöldamálunum og svo leit Mundi við í heimsókn þegar líða fór á daginn. Nokkuð stöðug vestanátt en… Continue reading Ekkert júnímót

Kríumótið 2022

Veðurútlitið var ekki bjart fyrir viku síðan en eins og við vitum þá getur veðurútlitið breyst skjótar en hendi er veifað og þó það hafi ekki verið raunin í dag þá fór spáin batnandi þegar leið á vikuna. Svo var algjör bongóblíða á Sandskeiðinu í dag þó oft á tíðum kólnaði full mikið þegar ský… Continue reading Kríumótið 2022

Spilæfing á Sandskeiði

Það var múgur og margmenni samankomin á Sandskeiðinu í morgun að æfa sig á spilið eftir langan vetur en sjö flugmenn mættu galvaskir til leiks ásamt alla vega fimm áhorfendum. Dagurinn gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en þó skemmdist vélin hjá Böðvari talsvert þegar skorts á rafmagni varð vart á uppleið í einu startinu.… Continue reading Spilæfing á Sandskeiði