Kystvejen

Fyrsti undirbúningsdagurinn í Danmörku fyrir Sloping Denmark mótið var í dag og eftir smá bíltúr enduðum við á Kystvejen við vesturströnd Jótlands. Þokkalegastu aðstæður til flugs og vindurinn í kringum 10-12 m/s og bætti svo í þegar leið á daginn. Við hittum svo fleiri módelmenn þarna þó þeir væru ekki að fara að keppa á… Continue reading Kystvejen

Hangmótið mikla

Spáin fyrir helgina var ekki góð svo það var ákveðið að færa mótahaldið yfir á seinni partinn í dag í staðinn þar sem veðurspáin var örlítið skárri og beint upp á Bleikisteinshálsinn um miðjan daginn. Sjö keppendur voru tilbúnir á hliðarlínunni en þegar til kom þá mættu fimm í brekkuna. En rásröðin var sem hér… Continue reading Hangmótið mikla

Hávaðarok í Kömbunum

Það var keyrt inn í hellidembu á Hellisheiðinni en þar sem myndavélinni á Kambabrún leit þokkalega vel út þá höfðu menn ekki of miklar áhyggjur. Þegar við mættum á svæðið voru nokkrir dropar á ferli og vindur í kringum 10 m/s en eftir um hálftíma voru droparnir á bak og burt og byrjað var að… Continue reading Hávaðarok í Kömbunum

Rólegheit í Kömbunum

Sverrir og Guðjón kíktu á Kambana seinni partinn og rétt náðu í skottið á vindi dagsins en hann var farinn að detta niður undir 4 m/s í lokin, þannig að ekki var um mikið skemmtiflug að ræða heldur eingöngu tækniæfingu. Elli missti svo af mesta fjörinu en fékk í staðinn að hitta drengina! 😉 Svo… Continue reading Rólegheit í Kömbunum

Hangið í Helgafellinu

Sverrir og Erlingur skelltu sér seinni partinn í smá hangleiðangur í dag, um hádegisbilið leit út fyrir að Æsustaðafjallið yrði fyrir valinu en þegar þeir komu upp í Skammadal ákváðu þeir að kíkja frekar á Helgafellið. Þegar upp var komið mældist vindurinn 9-12 m/s og svo uppúr í hviðunum. Rykið sem lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu… Continue reading Hangið í Helgafellinu