Liðið skipa:
Sverrir Gunnlaugsson – Flugmaður/ Liðsstjóri Sverrir byrjaði í flugmódelum á tíunda áratug síðustu aldar og eignaðist fyrstu sviffluguna rétt fyrir síðust aldamót. Hann tók svo þátt í sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti í módelsvifflugi árið 2000 og eftir það varð ekki aftur snúið. Sverrir tók þátt í HM 2016. |
Guðjón Halldórsson – Flugmaður Guðjón byrjaði að fljúga á níunda áratug síðustu aldar og er þrautreyndur keppnismaður eftir að hafa tekið þátt í Viking Race mótum fyrri ára. Síðasta Viking Race mótið sem hann tók þátt í var í Cap Arkona í Þýskalandi á því herrans ári 2004. Guðjón tók þátt í HM 2016. |
Erlingur Erlingsson – Flugmaður Erlingur hefur verið að í mörg ár og er ekki hættur enn! PIII frá RcRCM er hans helsta vopn um þessar mundir en heyrst hefur að ný vél gæti verið á leiðinni. Erlingur keppti síðast í útlöndum snemma á níunda áratug síðustu aldar og er spenntur að komast aftur út í slaginn. |