Flogið í norðurskarðinu

Sverrir og Guðjón skelltu sér á Æsustaðafjallið eftir hádegi í dag en að þessu sinni var flogið í fyrsta skarðið þegar gengið er upp úr Skammadal en það vís á móti norðri. Vindur var að NV, stöðugur í kringum 10-12 m/s en fór alveg upp í 16 m/s í hviðunum. Þrátt fyrir þennan mikla vind var hangið ekkert sérstakt (erfitt að halda góðri línu) þar sem hlíðin gengur inn og út í kringum þennan hangstað.