Ásfjallið á sínum stað

Sverrir og Guðjón skelltu sér í smá leiðangur og kíktu á nokkra svifflugsstaði fyrir Iceland Open F3F 2020, en svo skemmtilega vildi til að það blés beint á Ásfjallið svo vélinni hans Guðjóns var hent fram af og viti menn, hún kom til baka.

Leiðangurinn heppnaðist annars vel og voru margar brekkur teknar út og mældar upp ásamt því sem myndir voru teknar af brekkunum og næsta nágrenni.