Viðraði vel til loftárása

Það viðraði vel til loftárása sunnudaginn 8. apríl og þar sem vindur blés að ASA þá var haldið sem leið lá í Kambana. Vindur upp á 12-15 m/s að meðaltali og upp í 17 m/s í hviðum og flottar hangaðstæður, enda nutu flugmenn og flugmódel sín vel í dag.

Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur og er hægt að sjá lista yfir dagsetningar inn á https://frettavefur.net/atburdir/.