Maímótið haldið í Þorlákshöfn

Veðurspáin varð sífellt hagstæðari eftir því sem á leið vikuna svo eftir að hafa tekið veðrið í morgun þá var ákveðið að hittast í Kömbunum kl.10. Þangað mættu 5 galvaskir flugmenn og 3 grjótharðir aðstoðarmenn að taka stöðuna. Vindurinn blés í kringum 30° á brekkuna en veðurmælar sýndu að vindur var beint á sandölduna við Þorlákshöfn svo ákveðið var að halda frekar þangað.

Við renndum í hlað á Þorlákshöfn rétt fyrir 11 og þá var ljóst að frábærar aðstæður voru fyrir hendi, stöðugur vindur utan af hafi beint á sandölduna og allt leit vel út. Það var því ekkert annað að gera í stöðunni en að drífa sig í að setja upp keppnisbrautina, í framhaldi af því fengu þeir sem vildu að taka prufuflug en svo um 12 leytið hófst sjálf keppnin.

Við ákváðum að prófa að breyta til og nota fyrirkomulag sem þekkist víðast hvar erlendis þegar um fámennari samkomur er að ræða en þá fljúga menn nokkrar umferðir í einu en eftir hverja umferð hægja menn á módelinu með bremsum og lækka flugið niður í ráshæð við brekkubrúnina, mætti kannski líkja því við rúllandi ræsingu úr akstursíþróttum.

Við ákváðum að taka 3 umferðir í fyrsti atrennu, síðan var tekinn hádegismatur og að honum loknum voru flognar 3 umferðir til viðbótar. Skemmst er frá því að segja að þetta gafst ljómandi vel og náðist að fljúga 3 umferðir á tæpum klukkutíma.

Keppnin gekk ekki áfallalaust fyrir sig en aðstæður til lendingar voru erfiðar að þessu sinni og hlekktist 3 vélum á í lendingu, 1 fékk „flutter“ í hallastýrið og varð lendingin frekar hörð í framhaldi af því.

Úrslit urðu sem hér segir, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:

Hér má sjá hluti hópsins í Kömbunum í morgun.

Verið að græja stangirnar.

Vængbitinn fór frekar illa í einni lendingunni!

Nestið var að sjálfsögðu á sínum stað.