Draugahlíðar snemmsumars

Sverrir, Guðjón og Elli skelltum sér í Draugahlíðarnar í dag, fínasta veður, hiti um 12°C, vindur var um 6 til 9 m/s, byrjaði í NNV en færði sig svo meira í V átt eftir því sem leið á daginn. Nóg var flogið og fínustu aðstæður í veðurblíðunni.

Elli frumflaug Impulse og gekk það ljómandi vel, svo kom í ljós að hann vildi greinilega ekki rispa lakkið svo hann greip vélina í lendingu! Skoðið það á vídeóinu hér að neðan!