Júnímótið sem ekki varð

Veðurspáin var frekar óróleg fyrri hluta vikunnar en róaðist þegar nær dróg laugardeginum kannski um of miðað við fyrri spár, en þær eru einmitt bara það spár, og þegar á hólminn var komið þá var vindurinn alveg upp í 8 metra vestanstæður en var nokkuð stöðugur í kringum 5 til 6 metra yfir daginn. Heldur fámennt var á svæðinu svo Sverrir, Elli og Guðjón deildum 1. sætinu á milli sín eftir harða keppni.

:lol:

Það mætti s.s. engin nema þeir þrír svo þeir slógum þessu bara upp í fínan æfingadag þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá fleiri mæta og ná að halda mótið en það gengur bara betur næst!

Svo er spurning hvort Elli hafi ætlað á eitthvað annað hraðflugsmót en hann mæti með EFXtra og flaug hún bara fínt í hanginu.