Það fór eitthvað lítið fyrir þjóðhátíðarfögnuði BNA manna í Þorlákshöfn í dag þannig að Sverrir og Elli notuðu tækifærið og skoðuðu ströndina á sitt hvorum endanum. Vel flughæft nær Þorlákshöfninni en út við námu eru þetta orðið of sundurskorið, eftir er að skoða þetta aðeins nær golfvellinum austan megin.
Tókum svo smá flug við Þorlákshöfnina en aðstæður voru í rólegri kantinum við bæinn.