Frábærar aðstæður á hálsinum

Óhætt að segja að það hafi verið mikið fjör í dag hjá Sverri, Guðjóni og Ella og oft á tímum áttum þeir í erfiðleikum með að beita sér sjálfum upp í vindinn.

Í fyrsta fluginu á Respect EVO hjá Sverri var hún lestuð í 4,1 kg en eftir fyrsta flugið var allt sett í og var henni flogið með heildarþyngd upp á 4,8 kg og hefði ekki veitt af nokkrum grömmum í viðbót í þegar vindurinn var sem sterkastur.

Vindurinn var mikið í kringum 20 m/s en var að rokka 18-22 m/s en í mestu hviðunum slóg hann sennilega norður fyrir 25 m/s.

Eins og alþjóð veit þá þurfti að slá Iceland Open F3F 2020 á frest sökum COVID-19 en til gamans má geta þess að bæði á sunnudag og laugardag var flugfært þannig að það hefði verið ansi gaman að ná að halda mótið um þessa helgi.