Hálsahang

Loksins, loksins, kominn mánuður frá síðustu heimsókn en það viðraði aldeilis vel í dag. Kári blés hraustlega úr suðri, væntanlega í tilefni af átttræðisafmæli Margrétar Þórhildar, hún lengi lifi, húrra, húrra, húrra… en aftur að sögunni. Eins og fyrr sagði þá blés Kári hraustlega úr suðri og var rokkandi milli 6 og 11 m/s en heillt yfir fínustu aðstæður.

Sverrir notaði tækifærið og frumflaug Respect EVO (lution) sem er næsta skrefið í þróun á Respect vélunum sem hann hefur mest verið að fljúga síðust árin. Í lok dags voru 4 flug komin undir beltið og greinilegt að nýr vængprófíll skilar sínu og vel það! Guðjóni tók eitthvað af myndum og vídeóum af henni á flugi eins og sjá má hér að neðan.

Respect EVO