Hádegishang

Samkvæmt veðurspá átti að vera þolanleg flugskilyrði á Bleikisteinshálsi í kringum hádegið og þegar það gekk eftir þá var lagt í hann út á svæði og upp brekkuna. Skilyrðin voru þokkaleg, meðalvindur í kringum 6 m/s en sá styrkur gefur ekki mikið hang á norðurhliðinni en engu að síður þarf að standa klár á flugi við veik skilyrði. Hádegið var því vel nýtt og mikið flogið.