Hægviðri á Bleikisteinshálsi

Það voru þokkalegar aðstæður á Bleikisteinshálsi í kvöld, 4 til 5,5 m/s, sól og léttskýjað. Smá kuldi í lofti en bein áhrif sólar drógu verulega úr áhrifum hans svo mönnum varð ekki kalt. Dýrmætar mínútur sem þarna náðust í nokkrum flugum en nú skiptir hver flogin mínúta miklu máli, sérstaklega á nýjum vélum. Hægt er að sjá fleiri myndir inn á Flugmódelspjallinu.