Hangið í Draugahlíðum

Eftir að hafa fylgst með langtíma veðurspánni lofa góðu í dag voru menn orðnir spenntir! Ekki stóðst spáin alveg 100% en nóg af var norðanstæðum vindi í kortunum. Því var haldið sem leið lá í Draugahlíðarnar þar sem Guðjón og Sverrir tóku góða rispu fram eftir degi við topp aðstæður. Meðalvindur var á bilinu 12-14 m/s en í mestu hviðunum fór vindurinn alveg upp í 16 m/s (10 sekúndna meðaltal). Stöku dropar voru einnig á ferli en það kom ekki að sök.

Í dag eru tveir mánuðir í að heimsmeistaramótið verði sett en það verður einmitt þann 7. október nk.