Kystvejen

Fyrsti undirbúningsdagurinn í Danmörku fyrir Sloping Denmark mótið var í dag og eftir smá bíltúr enduðum við á Kystvejen við vesturströnd Jótlands. Þokkalegastu aðstæður til flugs og vindurinn í kringum 10-12 m/s og bætti svo í þegar leið á daginn.

Við hittum svo fleiri módelmenn þarna þó þeir væru ekki að fara að keppa á mótinu en það virðist vera alveg sama hvenær árs er farið til Hanstholm. Yfirleitt rekst maður á flugmódelmenn annars staðar að úr Evrópu sem eru þarna í flugfríi og eru þá oft ca. viku í hvert sinn.