Bleikisteinshálsinn fagri

Eftir hástartsmótið ákváðu Sverrir og Elli að kíkja upp á Bleikisteinsháls en skv. spá, og veðurmælum, viðraði ágætlega til hangs á honum. Það reyndist vera svo og var vindur um 6 til 8 m/s og mjög skemmtilegt hang. Þeir eyddu því alls um tveim tímum í alls konar hangs og skemmtun og var þetta fínn endir á deginum fyrir þá eftir að hafa flogið sama sem ekki neitt á hástartmótinu.

Hamranesið var nýslegið og fínt og fær Bjarni Valur fjórfalt húrrahróp fyrir það!