Kambarúntur

Guðjón og Sverrir skelltu undir sig betri fótunum og fóru í Kambana að fljúga í dag. Guðjón kallaði þetta sjálfstraustsferð fyrir Iceland Open sem Sverrir hefði dregið hann í en það var nú ekki að sjá að mikið vantaði upp á flugið hjá kappanum.

Eftir nokkur góð flug í 8-10 m/s þá var keyrt sem leið lá til Þorlákshafnar að fara yfir aðstæður þar og eftir stutt veitingastopp þá var haldið áleiðis að Kleifarvatni til að kanna aðstæður þar fyrir komandi mótshald.

Allir flugstaðirnir koma vel undan vetri og er vel er fært að þeim og þurrt í jörðu á aðkomuleiðum.