Liðið skipa:
Sverrir Gunnlaugsson – Flugmaður/ Liðsstjóri Sverrir byrjaði í flugmódelum á tíunda áratug síðustu aldar og eignaðist fyrstu sviffluguna rétt fyrir síðust aldamót. Hann tók svo þátt í sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti í módelsvifflugi árið 2000 og eftir það varð ekki aftur snúið. |
Guðjón Halldórsson – Flugmaður
Guðjón byrjaði að fljúga á níunda áratug síðustu aldar og er þrautreyndur keppnismaður eftir að hafa tekið þátt í Viking Race mótum fyrri ára. Síðasta Viking Race mótið sem hann tók þátt í var í Cap Arkona í Þýskalandi á því herrans ári 2004. |
Árni Finnbogason – Aðstoðarmaður
Árni er tiltölulega nýr í sportinu en hefur verið mjög öflugur frá fyrsta degi! Hann er sérhæfður í leit og björgun flugmódela og hefur aðstoða þó nokkuð marga félaga sína við að endurheimta flugmódel sem hafa villst af leið. Vonandi þurfum við ekki á þessari sérhæfingu hans að halda í Danaveldi. |
Eysteinn H. Sigursteinsson – Aðstoðarmaður Eysteinn hófst fyrst á flug á tíunda áratug síðustu aldar í Fossvoginum og eftir smá hlé mætti hann sterkur til leiks upp úr aldamótum. Upp á síðkastið þá hefur hann verið iðinn við að taka vídeó með Vofunni sinni, bæði af bílum og flugmódelum. |
Magnús Kristinsson – Aðstoðarmaður Magnús hóf sinn feril í sportinu á áttunda áratug síðustu aldar í Árbænum. Hann er mikill áhugamaður um fjölmiðlun og sjaldan sem hann sést með minna en tvær vídeóvélar á lofti. Hann er líka öryggisstjóri liðsins og þá kemur sér vel að hann er sprenglærður matreiðslumeistari og ansi lunkinn með kutann. |
Steinþór Agnarsson – Aðstoðarmaður Þegar Steinþór hóf að fljúga flugmódelum á níunda áratug síðustu aldar þá byrjaði ævintýrið með tveggja rása svifflugu. Þrátt fyrir að eiga eitt af stærstu bensíndrekkandi flugmódelum landsins þá eru svifflugur hans ær og kýr. |