Upphafið

Fyrsta Viking Race mótið var haldið í Hanstholm 1989 en þar tók Rafn Thorarensen þátt fyrstur Íslendinga. Viking Race þróaðist út í það að vera óopinbert heimsmeistaramót en til þess að vera viðurkennt þá þarf keppnin að fara fram innan vébanda FAI, Alþjóða flugmálafélagsins, en flugmódelmenn eiga aðilda að því í gegnum Flugmálafélag Íslands sem Flugmódelfélagið Þytur er aðili að. Við héldum Viking Race mót hér heima árið 1996, sjá vefsíðu mótsins og svo myndir, og tókum nokkuð reglulega þátt í þeim erlendis á þessum árum.

Hér má sjá grein sem skrifuð var um fyrsta Viking Race mótið í RCM&E.

Það voru þó ekki fyrstu kynnin af greininni þar sem við héldum Norðurlandamót 1979.

Enn fyrr eða 1973 fór Hörður Hjálmarsson o.fl. til Hanstholm að fylgjast með Norðurlandamóti sem þar var haldið.