Til skamms tíma voru Pólverjar að íhuga boð en ákveðið var að falla frá því og sameinast um eitt boð frá Þýskalandi. Mótið verður því haldið á Rügen en þar var það síðast haldið haustið 2012.
Mótið verður haldið dagana 7. til 13. október 2018 í Kap Arkona á Rügen undir verndarvæng þýska flugmódelsambandsins, DAeC, en þeir héldu einmitt fyrsta opinbera heimsmeistaramótið í F3F árið 2012.
Sem fyrr er plás fyrir 3 flugmenn, plús einn undir 18, frá hverri þátttökuþjóð en ekki er búið að ákveða hvort Ísland taki þátt að þessu sinni.
Vefsíða mótsins hefur verið opnuð og má finna á slóðinni http://wm2018.f3f.de.