Annar sunnudagur sem gefur vel

Annan sunnudaginn í röð fáum við góðan vind á Kambabrún, ASA 9 m/s og 12 m/s í hviðum. Þegar blæs ekki stífar en þetta þá er aðflugið til lendingar eins og best verður á kosið og nánast engin ókyrrð. Áhugasamir geta séð fleiri myndir á flugmódelspjallinu.

Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur og er hægt að sjá lista yfir dagsetningar inn á https://frettavefur.net/atburdir/.