Eftir að hafa tekið veðrið snemma á sunnudagsmorgni þá lá ljóst fyrir að Kambarnir myndu bjóða upp á flottar hangaðstæður. Eitthvað var mannskapurinn á flakki en Sverrir, Guðjón og Erlingur létu það ekki á sig fá og nýttu daginn vel til æfinga. Vindur blés úr SA, frá 8-17 m/s en algengur meðalvindur var í kringum 12 m/s. Sól var fyrri hluta dags en svo fór hún að fela sig bak við ský þegar leið á daginn. Aldrei þessu vant var rigningin vant við látin og var það kærkomin tilbreyting í SA áttinni.
Áhugasamir geta séð fleiri myndir á flugmódelspjallinu.
Fleiri æfingar eru fyrirhugaðar næstu vikur og er hægt að sjá lista yfir dagsetningar inn á https://frettavefur.net/atburdir/.