Hodne – The Wall

Við komumst til Stavanger seint á fimmtudagskvöld eftir nokkur ævintýri á leiðinni svo eftir að hafa dregið björg í búið á föstudagsmorgun og innlit í málningarbúð að redda nokkrum hlutum þá var okkur ekkert að vanbúnaði.

Þannig að eftir hádegi fórum við yfir til Espen og héldum áleiðs á vit nýrra ævintýra, eins og vindáttinni var þá var stefnan sett á Hodne brekkuna, einnig þekkta sem “The Wall”, sökum grjóthleðslu sem liggur eftir brekkubrúnni.

Skemmst er frá að segja að þarna eru flottustu aðstæður, og ekki að ástæðulausu að menn tala um þetta sem eina af bestu hangbrekkunum í Noregi. Við tókum því nokkur flug þarna fram eftir degi með Espen og Trond.