Óhætt að segja að í dag hafi verið topp aðstæður, vindurinn fór alveg upp fyrir 15 m/s en var lengst af stöðugur í kringum 14 m/s. Sól var á lofti og nokkur ský á ferli og hiti í kringum 12°C.
Við settum upp hlið og tímatökubúnað og skiptumst á að manna póstanna. Besta tíma dagsins náði Arjen en hann var á 36,64s, af Íslendingunum náði Sverrir besta tímanum en hann var á 47,31s. Það var mjög áhugavert að fylgjast með Arjen fljúga en óhætt er að segja að hann sé mjög stöðugur flugmaður og trek í trek flaug hann sama tímann svo munaði innan við sekúndu.