Norway Open F3F hefst á morgun og eftir rólega byrjun á deginum, og vindi í vitlausa átt, þá fór að blása til betri vegar upp úr hádegi. Við mættum því galvaskir í brekkuna, ásamt þeim keppendum sem eru komnir á svæðið, til að taka síðustu flugin fyrir keppni. Vindur var á bilinu 5-8 m/s og ansi þétt flogið en hvert æfingaslott var 5 mínútur í brautinni plús ræsing og lending.
Næst á dagskrá er bara að leggja hausinn á koddann þar sem ræs er um sex í fyrramálið en við höldum út í brekku upp úr hálf átta, keppnisfundur verður á slaginu kl. 9 og svo er ræst út strax á eftir.







