Það var keyrt inn í hellidembu á Hellisheiðinni en þar sem myndavélinni á Kambabrún leit þokkalega vel út þá höfðu menn ekki of miklar áhyggjur. Þegar við mættum á svæðið voru nokkrir dropar á ferli og vindur í kringum 10 m/s en eftir um hálftíma voru droparnir á bak og burt og byrjað var að bæta í vindinn sem fór upp í 20 m/s á tímabili.
Vinnan var eitthvað að trufla Ella en hann náði samt í skottið á „góða“ veðrinu og fór á flott flug!
Topp eftirmiðdagur í góðum félagsskap, allar lestar fullar af ballest og mikið flogið, svona á þetta að vera!