Sverrir og Erlingur lögðu land undir fót um kvöldmatarleytið og skelltu sér á Þingvelli, planið var að fljúga í brekku sem var skoðuð í fyrrasumar en hún er við Steingrímsstöð og heitir Dráttarhlíð skv. kortum LMÍ. Tíu sekúndna meðalvindur var í kringum 9 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan tímann. Hangið nær nokkuð langt út en er sterkast við brúnina þar sem frekar þverhnípt er niður þarna, aðflugið í lendingu var stöðugt og gott.
Áhugaverður staður og mætti nota hann til keppnis í norðanáttum ef engar aðrar brekkur henta á suðvestur horni landsins.









