Sverrir, Lúlli, Elli og Guðjón tóku góða rispu í hanginu frá því seinni partinn og fram á kvöld en Lúlli byrjaði daginn snemma og tók dagvaktina líka. Flottar aðstæður í dag og ekki leiðinlegt að fá að hanga örlítið með félögunum.
Þeir færðu sig svo yfir á Hamranesið og tóku þátt í flugkvöldinu þar en þó nokkur fjöldi svifflugna var einnig samankomin þar til að njóta veðurblíðunnar ásamt fleiri félgum.







