Bleikisteinshálsinn krossaður

Seinni partinn kíktu Sverrir, Elli og Guðjón á Bleikisteinsháls, vindurinn var búinn að vera að skakklappast út um allt megnið af deginum en leit út fyrir að vera orðin stöðugri seinni partinn. Það reyndust þó vera falsvonir miklar en engu að síður var hangfært í stóru brekkunni lengi vel þó vindurinn væri vel krossaður á tímum, alveg upp í 45°, og eftir því sem leið á fór hann að færa sig út fyrir þau mörk líka. Þetta eru aðstæður sem geta komið upp í keppni svo það er fínt að vera búinn að tækla þær aðeins áður en það gerist.