Fyrsta hang ársins

Það var svona meira upp á von en vissu sem lagt var í hann með hangvélarnar í dag, sem betur fer reyndist smá vindur (4-5 m/s) til staðar þó ekki væri hann mikill og alls ekki beint á brekku. En er á meðan er og vissulega var hægt að nýta þetta í eitthvað hangs. Sverrir og Elli tóku nokkrar rispur og svo bættist Lúlli í hópinn neðan af Hamranesi.