Gráglettni veðurguðanna

Þeir geta farið illa með mann veðurguðirnir, á meðan við vorum að fljúga í vestan átt á Sandskeiði þá var SA 7-9 m/s í Kömbunum og bullandi hangveður.

En þeir létu það ekki á sig fá sem mættu með hástartvélar en það voru Böðvar, Jón og Sverrir, og flugum þess heldur fleiri spilstört. Flogið var fram á miðjan dag en þá var pakkað saman og á meðan flestir fóru heim þá skutumst Sverrir og Elli í Kambana en meira um það síðar.