Það sem átti að verða rólegur dagur með skoðunarferðum á hina ýmsu hangstaði breyttist í hörkuflug í Kömbunum en þar voru að blása 10-12 m/s á meðan logn var í næsta nágrenni. Mark og John voru fyrstir á svæðið, Sverrir kom svo í humátt með Armin og Siegfried eða Sigga eins og hann er jafnan kallaður. Guðjón kom svo alveg í hælunum á þeim og John Phillips datt svo inn seinni partinn en hann hafði verið á smá rúnti um suðurströndina.
Það er óhætt að segja að menn hafi nýtt daginn vel eftir rólegheitin sem voru fyrri part vikunnar og loftinu var aldeilis vel refsað.
Seinni partinn brast á með síðdegisskúr og þá var kíkt niður í Hveragerði í eina með öllu og kaffi. Sverrir var vinsamlegast beðinn um að hringja á undan sér næst þegar hann kæmi með svona stóran hóp svo hægt væri að setja fleiri pylsur í pottinn áður en komið væri í sjoppuna.