Vægt til orða tekið þá hefur júní verið hundleiðinlegur, dimmur, blautur og frekar kaldur hérna á SV horninu. Því hefur ekki viðrað vel til flugs á hefðbundnum frítímum vinnandi manna. Við bindum miklar vonir til þess að júlí verði örlítið skárri að þessu leyti. Þangað til verðum við að skemmta okkur yfir smá vídeó frá mótinu sem við náðum að halda í maílok.