Guðjón skellti sér í dag og prófaði SA hangið á Bleikisteinshálsi og var hann bara nokkuð sáttur við útkomuna.
Gefum honum orðið:
Jæja, búinn að prófa SA hangið á Bleiksteinshálsi. Trúlega var vindáttin SSE, ekki alveg beint á brekkuna. Rúmir 6 m/sek, en aðeins flöktandi. Bara ágætis hang.
Nú eru rétt um tveir og hálfur mánuður í að heimsmeistaramótið hefjist!