Bleikisteinsháls heldur áfram að gefa

Fyrirsögnin gæti alveg eins verið skjótt skipast veður í lofti slíkur var hamagangurinn. Við Guðjón ákváðum að taka hádegishléið út á Hamranesi enda blés há sunnan eins og búið var að spá beint á brekkunna, sú spá var þó upp á 7 m/s en ekki 13-15 m/s eins og var í dag. Þetta leit reyndar ekki gæfulega út á lokametrunum upp að Hamranesi en viti menn nokkrum mínútum síðar fór að létta til og áður en við vissum af var komin glampandi sól!

 

Svo er hér vídeó frá Böðvari sem kom síðar um daginn (þó sjá megi okkur í nokkrum skotum).