Meira fjör á Bleikisteinshálsi

Það heldur áfram að blása úr norðri svo það var ekki um annað að ræða en að halda aftur á Bleikisteinsháls! Guðjón fór fyrst í hádeginu en svo fóru hann og Sverrir seinni partinn og Maggi slógst svo í hópinn með Stargazer 2 sem þurfti að frumfljúga. Respect stóð sig mjög vel og er óhætt að segja að hún sé alltaf að sýna sig betur og betur með hverju fluginu. Fer hratt yfir og lætur vel að stjórn. Það verður spennandi að sjá hvaða tímum Guðjón og Sverrir ná með þeim í haust.