Nú eru rétt um 7 vikur í að heimsmeistaramótið í hangflugi módelsviffluga, F3F, verði sett í Kap Arkona í Rügen, Þýskalandi og undirbúningur er á fullu. Eins og öllum góðum liðum sæmir þá þurfum við merki og nú er komið að frumsýningu á því hér á vefnum okkar. Merkið hannaði Sverrir Gunnlaugsson með endurgjöf frá félögum sínum í liðinu.
Um er að ræða grunnútgáfu af merkinu, þar sem stendur F3F TEAM og ICELAND en einnig munu sérstakar útgáfur vera gerðar í kringum heimsmeistaramót sem keppt verður á þar sem nafn staðar og ártal bætist á merkið. Hægt er að sjá báðar útgáfur hér að neðan.